Saga - 1958, Page 37
853
ungsmál og sameinaðrar andstöðu gegn jarli.
Sennilegt er því, ef Þorgils saga fer með rétt
mál, að hér sé um að ræða persónulegan fjand-
skap Hrafns og Sighvats, en nokkru fyrr hafði
Hrafn bruggað Sighvati fjörráð á lúalegan
hátt“.i)
Fundurinn var ákveðinn austur við Iðu 3.
apríl. Hallvarður, Vigfús og Egill riðu um
t’ingvelli austur, en Sturla og Sighvatur fóru
fjöll og niður í Skálholt. Sennilega hafa þeir
ekki treyst á að ríða byggðir yfir ríki jarlsins,
enda eru þeir orðnir drottinsvikar við Giss-
ur með þessari för, ef ekki fyrr.
Um fundinn segir í Þorgils sögu: „Var þar
uiart talat í hljóði, en sumt opinberliga. Gekk
þá sætt saman“.2) Eðlilegast er að skilja þetta
svo, að sættin um víg Þorgils hafi ekki gengið
saman, fyrr en undirmálin voru útkljáð, enda
var Hallvarður að nokkru leyti sem erindreki
konungs aðili að sökinni. Virðist einsýnt, að
hann reyni að nota hana til að fá Þorvarð á
sitt band. — I Hák. segir, að Þorvarður hafi
heitið að koma með Austfirðingum á alþing
1262.3) Þetta loforð getur varla verið gefið
annars staðar en á þessum fundi og þá sennilega
Hallvarði sjálfum. Hins vegar er vandséð, hvert
Sagn Hallvarði var að fá það loforð, ef Þor-
varður hefur ekki um leið gefið vilyrði fyrir
að styðja konungsmál á þingi. Það er ekki held-
sennilegt, að Þorvarður telji sig hafa styrk
eða aðstöðu til að vera á þingi í andstöðu við
H Sjá Sturl. II., 305.
) Sturl. II., 30&—307.
3) Bls. 323.
Sa9a - 23