Saga - 1958, Page 39
355
Það hlýtur að vera með samþykki eða ráði Hall-
varðar, að konungsmálum er skotið til alþingis.
Freistandi er, að setja þessi afbrigði í sam-
band við Iðufundinn. Þegar Þorvarður hafði
heitið að koma til alþingis með Austfirðingum,
lá beint við, að hann tæki þar höndum saman
við Hrafn til að hafa í fullu tré við liðskost
Gissurar. Sú hindrun var þá úr vegi fyrir al-
þingisreið Vestfirðinga.
Vestfirðingar söfnuðu liði til alþingisreiðar
og sendu Hálfdanarsonum á Keldum og Andrés-
sonum orð að koma með lið sitt á þing. Þor-
varður hafði heitið að koma með Austfirðing-
um. Gissur reið til þings með miklu liði. En
Austfirðingar og Rangæingar munu ekki hafa
komið til þings, þegar á átti að herða. Ekki eru
heimildir um, hvers vegna Þorvarður brá lof-
orði sínu, en varla er ætlandi, að hann geri það
af fúsum vilja, svo sem áður er vikið að. Það
er vert að veita því athygli, að Þorvarður er
fjarri Austfjörðum, þegar hann gefur loforð
sitt og hefur verið um hríð. E. t. v. hafa Aust-
firðingar ekki verið óðfúsir að hlíta forsjá
Þorvarðar um þetta mál, þegar austur kom,
og gert honum ókleift að standa við heit sín.
Vestfirðingar riðu ekki heldur til alþingis, en
staðnæmdust á Þverárþingi, enda hafa þeir
Pá efalaust haft njósnir af, að ekki var að
v®hta liðs austan af landi.
Haiivarður reið til þings og hafði í hótunum
Við jarl, áður en hann flutti konungsmál. Bendir
Pað til, að Gissur vilji enn þrjóskast við skatt-
röfu konungs. Samkvæmt Hák. hótaði Hall-
aTOur jarli með alþingisreið Vestfirðinga.
æpið er þó, að úr henni hefði orðið, eins og