Saga - 1958, Page 41
357
1. Konungsvaldið fær Gissuri jarli allt Island.
Jarlinn skipar síðan sýslumenn sína eða emb-
ættismenn yfir ákveðin svæði, og þeir lúta
beint undir hann, en jarlinn er aftur bundinn
skyldum við konung sinn.
2. Konungsvaldið fær Gissuri jarli ákveðin
svæði á Islandi, með sama móti og áður var sagt.
Yfir önnur landssvæði skipar konungur sýslu-
menn, sem eru embættismenn norsku krúnunn-
ar og lúta beint undir konung. Yfir þeim hefur
jarlinn ekkert að segja, fremur en konungur
yfir embættismönnum jarls.
Fyrri tilgátan er í samræmi við stjórnarfar
í Orkneyjum fyrir sættargerð Sverris og Har-
alds jarls. Síðari tilgátan er að nokkru leyti
í samræmi við stjórnarfar í Orkneyjum eftir
sættargerð þeirra Sverris, en í fullu samræmi
við þann hátt, sem hafður var á, þegar kon-
angur gaf jarla til ákveðinna héraða í Noregi.
Þar sem engar beinar heimildir skera hér
ár, verður að athuga nokkuð líkur fyrir hvorri
tilgátunni um sig. Það hefur verið rætt nokk-
uð áður, hvort sýslumenn konungs þyrftu að
Vera handgengnir. Ef svo væri, mundi það
sennilega útiloka tilgátu 2, þar sem ekki er
kunnugt um aðra handgengna menn íslenzka en
Gissur jarl um þessar mundir. Eins og fyrr
var sagt, virðist þetta þó ekki nauðsyn. 1 stað
uinna fornu eiða koma innsigluð sýslubréf, gef-
111 út af kansilíinu. Við vitum einnig, að kon-
ungur fékk Hrafni Borgarfjörð 1261 með bréfi,
°£ þá er Hrafn ekki handgenginn maður. Loks
mú nefna það, að konungur gat veitt Hallvarði
uniboð til að taka sérstaka eiða af væntanleg-
Um umboðsmönnum. Jafnvel þótt það hefði
L