Saga - 1958, Page 42
358
verið afbrigði frá venjulegri skipan sýslu-
manna, gat það helgazt af óvenjulegum aðstæð-
um, sbr. jarlsnefningu Knúts jarls.
Því hefur verið haldið fram með gildum rök-
um, að Gissurarsáttmáli eða a. m. k. sum ákvæði
hans gildi fyrir aUt land, þótt aðeins bændur
fyrir norðan land og sunnan standi að því
skjali, sem nú er varðveitt afrit af.1) Ef svo
er einnig um jarlsákvæðið, er tilgáta 2 úr sög-
unni, en fyrri tilgátan staðfest. Ég tel hæpið,
að þessu sé þannig farið. Hallvarður flytur
landsmönnum óskir konungs um hlýðni og skatt,
en heitir í mót af konungs hendi hlunnindum og
réttarbótum.2) Af þessum rótum eru sennilega
flest ákvæðin í Gissurarsáttmála runnin og mið-
ast þá eðlilega við landsmenn alla, þótt bændur
sunnan og norðan standi einir að hinum ritaða
samningi. Um jarlsákvæðið gegnir öðru máli.
Konungur tekur ekki af jarli Borgarfjörð og
gerir þó samtímis landsmönnum tilboð að hafa
yfir sér jarlinn. Jarlsákvæðið er því vafalítið
liður í samningum Hallvarðar og Gissurar á
þingi 1262 og sprottið upp af ótta jarls við að
missa ríki sitt eða hluta þess. Af þessu leiðir,
að jarlsákvæðið þarf engan veginn að ná til eða
vera miðað við aðra en þá, sem beinlínis standa
að sáttmálanum, þótt flest eða öll önnur ákvæði
hans séu sniðin eftir þörfum landsmanna allra.
Rétt er að athuga, hver er eðlilegasta afstaða
þeirra, sem hagsmuna höfðu hér að gæta og
einhverju fengu ráðið. Eins og fyrr segir, er
stefna konungsvaldsins að hnekkja sem mest
!) Sjá Jón Jóhannesson: íslendingasaga I., 335—338.
2) Hák., 322.