Saga - 1958, Page 43
359
jarlakerfinu, en skipa í þess stað sýslumenn
sína. Konungsvaldinu gat því ekki verið áhuga-
mál að fá Gissuri allt ísland, enda hafði hann
sízt reynzt því vel. — Vandséð er, hvern hag
formenn og alþýða utan áhrifasvæðis Gissurar
gátu talið sig hafa af að fá hann að jarli. Þvert
á móti er líklegt, að formenn hafi frekar kosið
að hafa embætti sitt af konungi en jarli, enda
þótt samið væri um fyrirfram, hverjum Gissur
vei.tti sýsluvöld. Með því gátu þeir orðið per-
sónulega óháðari en ef þeir höfðu yfirboðara
sinn innlendis. Þar að auki hafði vinfengi Giss-
urar við Hrafn og Þorvarð, sterkustu höfðingj-
ana austan lands og vestan, ekki verið þann
veg háttað, að líklegt sé, að þeir hafi viljað
eiga völd sín undir honum eða lúta boðum hans.
— Vel má vera, að Gissur hafi gjarna viljað
færa út jarlsdæmi sitt yfir allt land, en ótrú-
legt er, að hann hafi haft bolmagn til að fá
því framgengt gegn sameinuðum vilja konungs-
valdsins og íslenzkra formanna.
Þá vil ég drepa á eitt atriði um Gissurarsátt-
mála. I upphafi stendur: „Það var sammæli
bænda fyrir norðan land og sunnan, að .. . “
Orðalagið er ekki svo glöggt sem skyldi, en
eðlilegast er að skilja það svo, að átt sé við
bændur í Sunnlendinga og Norðlendingafjórð-
ungi. En þá skýtur undarlega skökku við, því að
Oddaverjar með Rangæingum munu ekki hafa
verið á alþingi 1262 og samþykktu ekki kon-
ungsmál fyrr en árið eftir. Þeir hafa því ekki
gerzt aðilar að samningnum fyrr. Ef betur er
að gáð, kemur þetta upphaf heim við jarlsdæmi
Gissurar, eins og það var á þingi 1262, eftir
að Borgarfjörður var tekinn af honum. Mér