Saga - 1958, Page 44
360
þykir sennilegast, að sáttmálinn sé látinn ná til
Rangæinga samkvæmt kröfu jarlsins, þótt ekki
yrði náð til þeirra sjálfra að samþykkja hann
þá þegar. Með jarlsákvæði sáttmálans tryggði
Gissur völd sín gagnvart konungsvaldinu, og
það var sízt minni ástæða fyrir Gissur að fá
skjallega tryggingu frá umboðsmanni konungs
fyrir völdum sínum í Rangárþingi en öðrum
hlutum ríkis síns. Þvert á móti var auðveldast
fyrir konung að taka af jarli Rangárþing, því
að þar átti hann minnstu fylgi að fagna. Ef
þetta er réttur skilningur, bendir það til, að
upphaf sáttmálans sé miðað við jarlsdæmi Giss-
urar, en hvorki stærra né minna svæði.
Á Þverárþingi 1262 hefur aðstaða Hrafns
gagnvart öðrum formönnum vestan lands verið
sterk. Til þess bendir utanför Sighvats Böðv-
arssonar með Hallvarði þá um sumarið. Erfitt
er að hugsa sér, að hún sé ekki í beinum tengsl-
um við valdabaráttu Hrafns á Vesturlandi. Hið
sama má ráða af uppreisn Dalamanna og Skóg-
strendinga gegn völdum Hrafns árið eftir.
Sturluþáttur, sem segir frá uppreisninni, bend-
ir jafnvel til, að Hrafn hafi fengið sýsluvöld
á öllum Vestfirðingafjórðungi. Sturla Þórðar-
son, Snorri sonur hans og Snorri Pálsson á
Narfeyri gerðu misheppnaða aðför að Hrafni
í Stafholt. Hrafn safnar liði um Borgarfjörð,
sendir orð Guðmundi Böðvarssyni á Stað að
koma með öll skip, sem hann fái af Snæfells-
nesi, sendir einnig ef.tir liði um Vestfjörðu, og
Vestfirðingar bregðast svo vel við, að þeir flytja
stórskip yfir heiðar. Verður ekki betur séð en
Hrafn sé hér að safna liði í umdæmi sínu til
að bæla niður uppreisn og eitthvert samband