Saga - 1958, Page 45
361
sé á milli hans og annarra höfðingja vestra,
ef til vill eitthvað í líking við það, sem síðar
varð milli sýslumanna og sóknarmanna. Hrafn
leggur ofurkapp á að draga saman sem mest
lið. Samt verður þess ekki vart, að hann geri
jarli orð, en það var skylda Hrafns, ef hann var
embættismaður Gissurar í jarlsríki hans, en
jarli bar þá aftur að styðja sýslumann sinn að
bæla uppreisnina niður. Hrafn braut uppreisn-
ina á bak aftur og sendi Sturlu utan á vald
konungi. Það er eðlilegt, ef Hrafn er beinn
embættismaður konungs. Þá er konungur aðili
að sökinni, og uppreisn S.turlu má meta til
landráða við hann. Ef Hrafn hins vegar er
embættismaður Gissurar og Vestfirðingafjórð-
ungur hluti af jarlsríki hans, er Sturla brota-
maður jarlsins og eðlilegast, að Gissur fjalli
um málið. En þess verður ekki vart, að hann
kæmi nærri. — Af Sturluþætti má ráða, að
Hrafn ritar konungi um brot Sturlu.1) Ef
Hrafn er embættismaður konungs er það full-
komlega eðlilegt. Ef Hrafn hefði haft völd sín
af jarli, bar honum hins vegar að gera Gissuri
grein fyrir brotinu. Ber þar allt að sama brunni,
að Hrafn sé embættismaður konungs, en ekki
jarls.
Oddaverjar játuðu Noregskonungum skatti
1263.2) Ekki eru heimildir um, hvort þeir sam-
þykktu að lúta valdi Gissurar jarls. Þó bendir
aðför Andréssona að Gissuri 1264 frekar til
þess. Að baki henni getur varla annað legið en
valdatogstreita eða óánægja með yfirráð jarls-
O Sturl. II., 325.
2) Kon. ann.