Saga - 1958, Page 46
362
ins í Rangárþingi. Frá aðförinni segir í Þórðar-
þætti.1) Jarl tók sig upp sumarið 1264 og reið
suður Kjöl með fylgdarsveit sína. 1 Bræðra-
tungu komu á móti honum menn hans nokkrir,
sennilega hirðmenn jarls og embættismenn, sem
sitja syðra. Gissur ríður með sveitina suður á
Kjalarnes og gistir nokkrar nætur í Görðum
á Álftanesi. Hrafn Oddsson gerir honum orð
þangað að varast ófrið og mest Andréssonu.
Gissur reið síðan sunnan af nesjum og austur
um aftur. — Af þessari nákvæmu ferðasögu
þáttarins er freistandi að draga þá ályktun,
að jarl sé hér á yfirreið um ríki sitt og kominn
á enda þess, þegar hann snýr við. Ef Gissur
hefði jarlsvöld um Vesturland, mætti ætla, að
hann riði áfram upp í Stafholt að hitta emb-
ættismann sinn, Hrafn, ekki sízt þar sem hann
fékk slíkar fregnir frá honum. Aðför Andrés-
sona mistókst. Gissur safnar liði, sendi menn
norður til Skagafjarðar og Eyjafjarðar að
kveðja upp lið og gaf landráðasök þeim, er ekki
fóru. Hins vegar gerir hann Hrafni engin boð,
og er þó styttra vestur í Stafholt úr Biskups-
tungum en norður um sveitir. Hrafni átti að
vera í lófa lagið að ná saman í skyndi liði um
allan Borgarfjörð og ríða suður til styrktar
jarli, enda bar honum skylda til þess, ef hann
var sýslumaður jarls. Gissur tók Þórð af lífi
með svikum, og eftir það eru ekki heimildir
um mótþróa Rangæinga við jarl.
Sturla Þórðarson gerir uppreisn og bruggar
Hrafni fjörráð, en mistekst. Hrafn sendir hann
utan og gerir konungi grein fyrir bro.ti hans.
!) Sturl. II., 313—317. Smbr. ann.