Saga - 1958, Síða 48
364
eftir fóru þeir frændur, Ormur Ormsson og
Þorvarður Þórarinsson, til Noregs, en sumarið
hið næsta Hrafn Oddsson.1) Sennilega er ut-
anför þessara manna í tengslum við andlát
jarls og það ríki, sem hann lét eftir sig. Á
spássíu Oddav. ann. stendur við árið 1270:
„gjördi Magnús kóngur Rafn Oddsson, Orm
Ormsson, son Orms Suínfellings, handgeingna
menn sýna og skipadi þeim allt Jsland“. Klaus-
an er staðfest í ritum Arngríms lærða2) og
mun eiga rætur að rekja til Magnúsar sögu
lagabætis.3) Ormur Ormsson fórst á leið til
Islands 1270,4) en 1273 eru Þorvarður og Hrafn
enn í Noregi, sverja hvor öðrum trúnaðareiða
og félagsskapar og taka við öllu íslandi til
stjómar undir konungs valdi.5) - Eina heimild-
in um stærð umboðanna, hvors um sig, er saga
Árna byskups: „Rafn Oddsson ... bjó í Stafa-
holti ..., honum hafði Magnús konúngr skipat
hálft Island“.6) Svo er að sjá sem konungur
hafi skipt ríki Gissurar í tvennt, og virðist
Norðurland fylgja Vestfirðingafjórðungi, en
Suðurland Austfjörðum. Hrafn og Þorvarður
eru embættismenn konungs, en jarlstignin
hverfur úr sögunni með Gissuri.
Mér er Ijóst, að heimildir um suma þá at-
burði, sem hér hefur verið rætt um, eru næsta
óljósar og sumar ekki svo traustar sem skyldi,
og ég hef orðið að beita ályktunum langtum
J) Ann.
2) Bibl. Arn. X., 171; IX., 307.
3) Bibl. Arn. XII., 219.
4) Ann. Bit Arngríms.
5) Gott. ann. 1273.
®) Biskupas. Bmf. I., 689.