Saga - 1958, Page 50
Snarræði og góðræði
Hannesar Finnssonar
I Ævisögu Hannesar Finnssonar, Leirár-
görðum 1797, bls. 8—9, segir svo:
„Árið 1760 var hann forgángsmaður til
að sækja um tvö Privilegia handa löndum
sínum, íslenzkum stúdentum, þá og eftirleið-
is við Universitetið í Kaupmannahöfn, bæði
að þeir mættu fá frítt fluttar vörur til sín
þángað uppá 20 rdli, sem ei var áður nema
til 8 rdla, og líka að þeir á ferðinni milli
Islands og Kaupmannahafnar fengju frí-
flutning og kost fyrir ákvarðað verð, sem
var miklu minna en áður -hafði viðgengizt;
og 1771, þegar við sjálft lá, að þeir misstu
aftur það fyrra, kom hann í veg fyrir það
með fáheyrðu snarræði og góðræði".1)
Að þessu síðara atriði er vikið í bréfkafla
frá Kaupmannahöfn frá sama ári, sem prent-
aður er í Anndlum HOO—1800, V. bd., 2. h.; bls.
234. Þar segir meðal annars:
:) Ævisagan var lesin upp við jarðarför Hannesar
biskups. Höfundur hennar var Guðmundur prófastur
Jónsson á Ólafsvöllum, siðar á Staðarstað. Jón biskup
Helgason gizkaði á, að Steingrímur Jónsson hefði samið
ævisöguna (J. H.: Hannes Finnsson, Rv. 1936, bls. 241),
en hitt er áreiðanlegt, sjá Merka íslendinga VI, bls. VI
(formáli dr. Þorkels Jóhannessonar).