Saga - 1958, Page 52
368
in milli landa, þar næst að sjá sér farborða er-
lendis. Eftir að verzlunareinokun var á komin,
gátu kaupmenn ráðið ferðum manna. Er al-
kunnugt dæmi þess, að þessa valds var neytt.
Það atvik hefur ef til vill orðið til þess, að í
verzlunarskilmálunum 1619 voru kaupmenn
skyldaðir að flytja menn milli landa, sem er-
indi ættu, gegn hæfilegri þóknun. 1 einkaleyf-
inu 1684 er það nýmæli, að farþegar skuli
fluttir endurgjaldslaust ásamt þeirri vöru, sem
þeir þurfi til framfæris sér í utanförinni, en
sjá sér sjálfir fyrir fæði á leiðinni.1) Sýnir
þetta, að enn tíðkaðist sá forni háttur að hafa
með sér varning í farareyri.
Kaupmenn undu illa þessari kvöð og leit-
uðu ýmissa bragða að skjótast undan henni.
Töldu þeir sig verða fyrir miklu tjóni af þess-
um sökum, þar sem kaupskipin voru lítil og
farmrúm af skornum skammti, en hins vegar
alkunna, að þeir höfðu miklu meira ábata af
útfluttri vöru frá íslandi en hinni erlendu.
Fengu þeir þó litlu til vegar komið, og hélzt
kvöð þessi fram yfir miðja 18. öld. Var hún
síðast áréttuð með konungsbréfi 11. maí 1750,2)
þó með þeirri breytingu, að verzlunarfélagið
skyldi flytja íslenzka vöru fyrir hvern íslenzk-
an stúdent, 8 ríkisdala virði samkvæmt taxta,
„imod billig Fragt“. En ef stúdent notaði ekki
sjálfur alla vöru sína, skyldi hann selja verzl-
unarfélaginu.
Árið 1759 varð sú breyting á verzlunarhátt-
um, að hörmangarar voru sviptir verzlunar-
x) Lovsamling for Island I, 411.
2) Lovsamling III, 43—45.