Saga - 1958, Page 53
369
leyfinu og konungsverzlun sett á stofn. Með
konungsbréfi 8. apríl 1760x) voru hlunnindi
stúdenta rífkuð að mun. Samkvæmt því máttu
þeir hafa meðferðis eða lá,ta senda sér á hverju
ári 20 rd. virði í vöru án nokkurs endurgjalds.
Þetta ákvæði var tekið óbreytt upp í skilmála
þá, sem Almenna verzlunarfélaginu voru settir,
þegar það tók við verzluninni í ársbyrjun
1764.2)
Ekki leið á löngu, áður en ýfingar hófust með
kaupmönnum og stúdentum um framkvæmd
þessa ákvæðis, og töldu stúdentar félagið ganga
mjög á rétt sinn. Báru þeir sig upp undan þessu
við stjórnina snemma árs 1768.3) Stjómin leit-
aði umsagnar verzlunarfélagsins, og fór félagið
þá fram á það í svari sínu, að fríðindi stúd-
enta yrðu takmörkuð nokkuð: ákveðin hámarks-
tala stúdenta, er þeirra nytu, svo og hve mörg
ár hver þeirra ætti heimtingu á þeim. Ekki
vildi stjórnin sinna þessu. Hún tekur fram í
bréfi til verzlunarfélagsins, að einmitt þetta,
að hvorki sé takmörkuð tala stúdenta né tími
til náms, hafi orðið til þess, að nú séu nokkrir
meðal þeirra, sem náð hafi þeim þroska, að þá
megi telja nytsama konunginum og föðurland-
inu.
En verzlunarfélagið var ekki af baki dottið.
Tæp 3 ár voru liðin frá þessum úrskurði, þegar
það fór fram á sömu takmarkanir á fríðindum
stúdenta sem því hafði verið synjað um.
Bréf verzlunarfélagsins er dagsett 3. jan.
Lovsamling III, 393.
2) Lovsamling III, 485.
8) Lovsamling III, 614—17.
Saga - 24