Saga - 1958, Page 54
370
1771, en stjómin sendir það háskólaráði til um-
sagnar með bréfi 12. janúar. Svo er að sjá sem
háskólaráð hafi farið sér hægt í upphafi og
nokkur launung hafi verið á höfð. Félagsskapur
Sektumanna var þá enn starfandi í Kaup-
mannahöfn, en ekki leitaði háskólaráð álits hans
um málið. Er það bert af því, að í bréfi stúd-
enta til háskólaráðsins 22. febrúar segir í upp-
hafi, að verzlunarfélagið hafi „efter forly-
dende" sótt um takmörkun á fríðindum stúd-
enta. Bréf þetta var síðar prentað, og er eintak
af því bundið inn í handritið Lbs. 815, 4to; það
er 2 blöð í arkarbroti, en neðan á eintak þetta er
skrifað:
„Þetta lét ég þrykkja um nóttina 7/8.
martii 1771, so eg var sjálfur viðverandi, og
sendi so strax um morguninn eitt exemplar
til hvörs af öllum 14 assessores consistorii,
14 forsigluð convolut með sínu ex: í hvörju,
allt nafnlaust; allir tóku við bréfunum, nema
Wadskiær; hafði hann sagt hann þyrði ei,
því Nissen hefði fengið annað eins bréf og
dáið af; fekk eg so það aftur. Orsökin hér
til var, að okkar Promem: fekk ei að cir-
culera til assessores, eins og Compagnie
skjalið, og eg merkti, að aðskiljanlegir (eður
flestir) vildu föye Compagniet, en efter-
miðdagurinn, þá consist. samledes, produ-
ceraði contrarium tp : Etatzraad Kall var
Rector:)“
Svo sem hér segir fékk verzlunarfélagið eng-
an stuðning hjá háskólaráði, og úrskurður
stjórnarinnar féll í vil stúdentum.1)
!) Bréf 30. marz 1771; Lovsamling III, 703.