Saga - 1958, Side 55
371
Bréf stúdentanna 22. febrúar 1771 er meðal
skjala þeirra, sem skilað var hingað úr ríkis-
skjalasafninu í Kaupmannahöfn árið 1928, í
bögglinum nr. 227 í skrá Þjóðskjalasafnsins um
þessi skjöl. Undir skjalinu eru 20 nöfn, og
skrifar undir fyrstur Teitur Jónsson, biskups
Teitssonar. Virðist hönd hans vera einnig á
sjálfu bréfinu. Hans nafn stendur og neðst á
saurblaði handritsins Lbs. 815, 4to. Það er því
ljóst, að hann er sá, sem stóð yfir prenturunum
um nóttina, sendi út bréfin, tók við endursenda
bréfinu, skrifaði löngu síðar á það athugasemd-
ina og lét loks festa það inn í syrpu sína, Lbs.
815, 4to.i)
Hinn ókunni bréfritari, sem til var vísað hér
að framan, þykist vita, að verzlunarfélagið hafi
verið búið að fá „allra so nær prófessoranna
skriflega approbation"; um hitt er honum
ókunnugt, hvað valdið hafi sinnaskiptum þeirra.
Séra Guðmundur Jónsson þakkar góð málalok
fáheyrðu snarræði og góðræði Hannesar Finns-
sonar. Það er bert, að í óefni hefur verið komið
fyrir stúdentum, en um að tefla mikla hags-
muni, að því er þeir töldu sjálfir.
Sögu þessa máls mætti segja eitthvað á þessa
leið:
J) í Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins I, bls.
361> segir um þetta handrit: „Fyrri hluti hdr. (bls.
■þ~224) hefur líklega verið í eigu Eyjólfs Johnsonius,
á bl. ir stendur: „Havniæ 1772. E[?] Johnsonius[?]“
°S er margt m. s. h. í þessum hluta“. Þetta getur ekki
verið rétt; Eyjólfur fór til íslands sumarið 1770 og fór
aldrei aftur að heiman. Með samanburði við nafn Teits
Jonssonar undir bréfinu er vafalaust, að hér stendur
J ohnson.