Saga - 1958, Page 56
372
Beiðni verzlunarfélagsins árið 1768 um tak-
mörkun á fríðindum stúdenta var synjað, og að
því er virðist án þess að málið væri borið undir
iháskólann. Félaginu hefur verið þetta óskilj-
anlega mikið kappsmál. Það fitjar brátt upp
á því að nýju, og nú er málið borið undir há-
skólaráð, ef til vill að ósk félagsins, því að
það virðist hafa tryggt sér talsvert fylgi meðal
háskólakennara. Málið dróst nokkuð á lang-
inn, en ekki taldi háskólaráð þörf á að lei:ta
álits stúdenta.
Hannes Finnsson var þennan vetur í Kaup-
mannahöfn, heimilismaður Harboes Sjálands-
biskups, gestur hans í biskupsgarðinum við
Frúartorg, næsta húsi við háskólann. Hann
var kunnugur mörgum háskólakennurum, kær
vinur sumra þeirra.
Hannes fréttir um þessa nýju árás verzl-
unarfélagsins. Hann bregzt hart við, hér er
um það að ræða að ónýta verk sjálfs hans, taka
aftur þau hlunnindi, sem hann hafði haft for-
göngu um að afla stúdentum rúmum áratug
áður. Hann semur vörn fyrir stúdenta og sókn
gegn félaginu, skorinort og rökstutt. Hann fær
Teit Jónsson, stjúpson Margrétar systur sinnar,
til þess að skrifa bréfið og ganga með það milli
stúdenta. Tveim vikum síðar fréttir Hannes,
að bréf hans liggur í skrifstofu háskólans, það
hefur ekki verið látið fara milli háskólaráðs-
manna, eins og bréf verzlunarfélagsins, og það
á að ráða málinu til lykta síðdegis næsta dag-
Nú þurfti snör handtök. Teitur er sendur til
prentara með samrit af bréfinu, sem Hannes
hefur haldið eftir; hann stendur yfir prentur-