Saga - 1958, Page 65
381
Jón Eiríksson (1736—1796), bróðir Jóns
konferenzráðs, síðast sýslumaður í Vestmanna-
eyjum (351).
í bréfi stúdentanna er þess getið, að þá séu
24 Islendingar við nám í Kaupmannahöfn. Hér
eru 20 nöfn. 1 Kaupmannahöfn voru þá, að því
er greinir í Islenzkum Hafnarstúdentum, þessir
stúdentar aðrir:
Þorleifur Þorleifsson (1733—1782), bacca-
laureus 1755. llendist í Kaupmannahöfn (293).
Oddur Jónsson (1734—1814), cand. theol.
1759, lagði stund á fornfræði og dvaldist í
Kaupmannahöfn til 1777 eða þar um bil. Síð-
ast prestur í Sólheimaþingum (313).
Finnur Þórólfsson Muhle (1739—1776),
baccalaureus 1765. Stundaði seinna nám við
háskólann í Göttingen og dó þar, en er með
vissu enn í Kaupmannahöfn 1773 (341).
Jón Björnsson Scheving (1744—1807),
baccalaureus 1771. llendist í Danmörku (371).
Eiríkur Eiríksson Laxdal (1743—1816),
skráður í stúdentatölu 19. des. 1769 (377).
Hér eru komin 25 nöfn, og er þá enn ótalinn
af fræðimönnum Jón Ólafsson Grunnvíkingur
(1705—1779) (230). Verður ekki séð hverjum
tveim er ofaukið í þessu tali.
Það vekur eftirtekt, að stúdentar telja í sín-
um hópi nokkura roskna menn, sem vitanlega
hafa ekki lengur verið háskólastúdentar. Þeir
eru þó allir embættislausir og hafa ofan af
fyrir sér með fræðistörfum, einkum rann-
sóknum á íslenzkum handritum, uppskriftum
og vinnu við útgáfur, auk ýmiskonar kennslu.
Það er raunar merkileg vitneskja, að þeir njóta
þessara flutningshlunninda jafnt sem hinir
L