Saga - 1958, Page 68
384
Þetta sést greinilegast á því, að einu öruggu
menjarnar, sem til eru um þingstaðinn, eru
ekki í eynni, heldur í landi norðan við ána, en
þó í hinu foma Ámesi, ef framangreind skoð-
un er rétt.
Þar sem ytri kvísl Þjórsár beygir norður
fyrir Árnesið, hefur hún brotizt gegnum lág-
an hraunrima og myndar foss, sem nefndur er
Búði eða Búðafoss. Dregur hann nafn af þing-
búðunum, sem eru nokkru neðar með ánni.
Fyrir vestan fossinn er dálítill hvammur norð-
an við ána. En þar fyrir vestan er lágt holt,
sem er suðausturendi melöldu þeirrar, sem í
jarðsögunni er kölluð Búðaröðin. Það er þver-
hnípt að sunnan, því að Þjórsá hefur brotið
af því, og heitir það Búðaberg. Holtið er blásið
upp að austan og sunnan, en norðan og vestan
í því er lág grasbrekka. 1 henni eru tvær slétt-
ar dældir, sem ná saman á litlu svæði. Senni-
lega hefur þó aðeins einn dalur verið þar í
fornöld, því að balinn milli dældanna hefur
myndazt af sandfoki, eftir að skarð kom í
rofbakkann fyrir austan hann. Búðunum hefur
verið skipað allt umhverfis dalinn, og sjást þær
alls staðar greinilega nema þar, sem jarðveg
hefur blásið burt. Þó sjást enn tvær tóftir í
rofskarðinu fyrir austan balann, og á melnum
milli Búðabergs og syðri dældarinnar eru mikl-
ar grjótdreifar, sem auðsjáanlega eru leifar af
fornum tóftum. Ekki er nú hægt að segja með
vissu, hve margar tóftir hafa verið þar, því að
mikið af grjóti hefur verið flutt þaðan burtu
á síðari árum. En Jón Andrésson, fyrrum bóndi
á Minna-Hofi, segir mér, að þar hafi sézt
greinilega fimm eða sex tóftir, áður en grjótið