Saga - 1958, Page 74
386
var tekið.1) Enn eru óblásnar um 26 tóftir á
þingstaðnum. 1 hálfhring utan um nyrðri dæld-
ina eru tíu glöggar tóftir. En fyrir norðaustan
hana eru níu eða :tíu tóftir í þyrpingu og nokkru
fjær þrjár úti í móanum. Eru þær miklu
ógleggstar. Fyrir vestan syðri dalinn eru nú
þrjár tóftir óblásnar. En Brynjúlfur Jónsson
taldi þær fimm eða sex, þegar hann skoðaði
staðinn. Sennilega hefur eitthvað af þeim lent
í uppblæstri, síðan hann var þar á ferð, því
að rofbakkinn er að færast í norður frá Þjórsá.
Ekki er hægt að segja með vissu, hve margar
búðir hafa verið þarna að fomu, þar sem nokk-
uð af þingstaðnum er blásið upp. En ekki er
ólíklegt, að þær hafi verið upp undir 40, ef
tóftaröðin hefur verið óslitin kringum báðar
dældirnar. Flestar búðatóftirnar eru allstórar.
Nokkrar hinar stærstu eru um 15X7 metrar
út á veggjabrúnir. Flestar snúa þær langhlið-
unum ú:t að dældunum, og þaðan sýnist inn-
gangurinn hafa verið, þótt víða sjáist lítið móta
fyrir dyrum.
Varla getur leikið vafi á því, að sjálfur þing-
staðurinn hafi verið í dölunum milli búðanna.
Þar er hinn ákjósanlegasti staður fyrir úti-
samkomu og nóg rúm til leika og annarra mann-
funda. Hallinn fyrir ofan dalinn hlýtur að hafa
verið þingbrekka, sem samsvaraði lögbergi á
alþingisstaðnum. Þar stóðu þeir menn, sem
J) Hér er farið eftir athugunum okkar Guðmundar
Kjartanssonar sumarið 1943. Til samanburðar skal þess
getið, að Kálund telur tóftimar 27 í íslandslýsingu sinni,
Hist.—top. Beskrivelse af Island I, 194—97, en Brynj-
úlfur Jónsson frá Minna-Núpi telur þær um 30. Árbók
hins íslenzka fomleifafélags 1894, 11—15.