Saga - 1958, Page 75
387
þurftu að mæla við allan þingheim í einu. Eng-
ar menjar um þingið eru samt sýnilegar þarna
aðrar en búðatóftirnar. En slíkar menjar hafa
menn þótzt finna úti í Árnesi.
Neðarlega í Árnesi er stór grjóthóll, sem
nefndúr er Þinghóll. Undir honum sunnan-
verðum er allmikið hringmyndað mannvirki,
sem kallað hefur verið dómhringur. Hann er
1,83 metrar á hæð þeim megin, sem snýr frá
brekkunni, en 0,61 upp við Þinghól samkvæmt
mælingu Þorsteins Erlingssonar.1) Hringurinn
er nú að mestu leyti fullur af sandfoki, og er
svæðið inni í honum litlu lægra en veggirnir.
Þeir eru hlaðnir úr torfi og grjóti og á annan
metra á þykkt. En þvermál hringsins 13,42
metrar út á veggjabrúnir samkvæmt áður-
nefndri mælingu. Eins og heitið dómhringur
ber með sér, hafa menn haldið, að þingstaður-
inn væri hér, og hefur örnefnið Þinghóll verið
tekið til vitnis um það. En ýmislegt mælir gegn
því, að þessi skoðun geti verið rétt. 1 fyrsta
lagi er það fjarlægðin frá búðatóftunum, sem
er þrír og hálfur kílómetri. Ekki er hægt að
hugsa sér, að dómendur hafi farið svo langa
leið hvert sinn, er þeir gengu til dóma, þótt
engin torfæra væri á leiðinni. 1 öðru lagi er
hinn ákjósanlegasti þingstaður í dölunum milli
búðatóftanna, en dómhringurinn er í grjóturð,
þar sem mjög er óhentugt að heyja þing. 1
grennd við dómhringinn sjást engar búðafóftir,
svo að óhugsandi er, að þingið hafi upphaflega
verið þar, en síðan verið flutt upp að Búða.
J) Þorsteinn Erlingsson: Ruins of the Saga Time, bls.
70-—72. — Sjá mynd móti bls. 384.