Saga - 1958, Page 76
388
1 þriðja lagi er dómhringurinn svonefndi þannig
lagaður, að hann gat ekki síður verið fjárborg
en raunverulegur dómhringur.1) Það hefur lengi
verið venja að láta fé ganga úti í Árnesi fyrri
•hluta vetrar. Og þá var mjög eðlilegt, að menn
byggðu þar fjárborg, þar sem féð gæti leitað
skjóls í illviðrum. Gegn þessu mælir aðeins vitn-
isburður Brynjúlfs Jónssonar, sem segir frá
á þessa leið: „Til að taka af öll tvímæli um þetta,
lét ég grafa gröf niður í miðju hringsins, þar
til fyrir varð sams konar móbergslag, sem sést
fyrir utan hann. Varð gröfin á fjórðu alin á
dýpt. En þar var hvergi neinn vott af teðslu-
leifum að finna, heldur var moldin Ijósleit og
þegar neðar dró blandin smiðjumó og með hörð-
um sandlögum. Hygg ég, að sú mold hafi verið
þar frá því fyrsta og hafi gólf hringsins verið
grasgróið og nokkuð hátt, en hækkað svo meir
með tímanum, eftir því sem jarðvegur þykkn-
aði og sandur fauk í, þar til hann sléttfylltist.
Fjárborg hefur það ekki verið og getur þá
naumast verið annað en dómhringur, eins og í
mæli er og ömefnið „Þinghóll“ bendir líka til.2)
— Það er auðvitað vandræðaleg skýring, að
mannvirkið í Árnesi hafi verið byggt til skjóls
fyrir fé, en lítið eða ekkert verið notað eða ein-
hverra annarra orsaka vegna finnist ekki
teðsluleifar. Eigi að síður er mannvirki þetta
miklu líkara fjárborgum en „dómhringum".
Veggirnir eru miklu hærri og mannvirkið allt
stærra í sniðum en aðrir hinna svonefndu dóm-
hringa virðast hafa getað verið. Rannsókn dóm-
!) Sjá Kálund: Hist.—top. Beskrivelse I, 195—96.
2) Árbók hins íslenzka fomleifafélags 1894, 13—14.