Saga - 1958, Page 77
389
hringa á þingstöðum er miklum erfiðleikum
bundin, vegna þess hve heimildir eru fáorðar
um útbreiðslu þeirra og fyrirkomulag. I Grágás
og Bandamannasögu er talað um dómhringa á
alþingi. En á báðum þeim stöðum er alls óvíst,
að um mannvirki sé að ræða. 1 Grágás er þess
getið, að þeir menn, sem rutt var úr fimmtar-
dómi, skuli víkja úr dómendasætum og sitja í
dómhring innan, meðan um málið er fjallað.1)
En annars staðar í lögunum segir, að dómend-
ur fimmtardóms eigi sæti á bekkjum lögréttu-
manna. Hér getur því varla verið um hlaðinn
dómhring að ræða. I Bandamanna sögu segir
frá því, að Ófeigur Skíðason gekk í dómhring-
inn, þar sem fjórðungsdómur var að störfum.2)
En það fær varla staðizt, að hér sé átt við hlað-
inn dómhring, því að fjórðungsdómum var eng-
inn ákveðinn staður markaður á Þingvelli. Verð-
ur að telja líklegt, að bæði í sögunni og Grágás
sé átt við dómendurna sjálfa, er sátu í hring.
Um dómhringa á héraðsþingum er getið í
tveimur Islendingasögum: Glúmu og Eyr-
byggju. 1 Glúmu er talað um árás Glúms á
dómhring á Hegranesþingi. En ekkert er getið
um hleðslur, heldur fylkingar manna. 1 Eyr-
byggju segir svo í lýsingu þingstaðarins hjá
Þingvöllum á Þórsnesi: „Þar sér enn dómhring
Þann, er menn voru dæmdir í til blóts; í þeim
hring stendur Þórssteinn, er þeir menn voru
brotnir um, er til blóta voru haföir, og sér enn
blóSslitinn á steininum“.3) Um aðeins einn stein
■*) Grágás, a, 82, smbr. III, 595.
2) íslenzk fomrit VII, 321.
8) íslenzk fornrit IV, 18.