Saga - 1958, Page 78
390
er nú að ræða, sem getur verið hinn forni Þórs-
steinn. Hann stendur úti í mýri skammt frá
bænum Þingvöllum. Engar hleðslur eru sýni-
legar umhverfis hann. En ætla verður, að á
dögum Eyrbyggjuhöfundar hafi þar sézt móta
fyrir hringlaga hleðslu, er síðan hafi sokkið
í jörð, þar eð jarðvegur er votlendur. Ólafur
Lárusson, er bezt hefur kannað staðhætti þing-
staðarins, kemst svo að orði um mannvirki
þetta: „Er e. t. v. efasamt, hvort hringur þessi
hefur nokkurn tíma dómhringur verið, þótt
hann sé nefndur svo í sögunni, enda hefur
staður þessi ekki verið vel fallinn til þess að
hafa þar dóma, ef hann hefur verið eins vot-
lendur þá og hann er nú. Vera má, að garð-
urinn hafi aðeins átt að afmarka heilög vé
umhverfis steininn, sem helgaður var Þór, og
þau vé hafi verið hinn hæsti helgidómur á þess-
um helgistað".1)
Af þessum dæmum verður því ekkert ráðið
um upphlaðna eða girta dómhringa á þingum
Islendinga. Að minnsta kosti er ástæðulaust
að gera ráð fyrir hlöðnum dómhring á hverj-
um þingstað eftir þessum gögnum.
í gömlum norskum lögum er talað um vé-
bönd, sem höfð voru til að afmarka sæti dóm-
enda á þingum. Véböndum er bezt lýst í Egils-
sögu, þar sem sagt er frá deilu Egils og Berg-
önundar á Gulaþingi: „En þar er dómurinn
var settur, var völlur sléttur og settar niöur
heslistengur í völlinn í hring, en lögö um utan
snæri umhverfis; voru þaö lcölluö vébönd; en
fyrir innan í hringinum sátu dómendur, tólf
!) Ólafur Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi, 165.