Saga - 1958, Page 79
391
úr Firðafyllci og tólf úr Sygnafylki, tólf úr
Hörðafylki; þær þrennar tylftir manna skyldu
þar dæma um mál manna“.1) Ugglaust hefur
höfundi Egilssögu verið eitthvað kunnugt um
þetta fyrirkomulag á þingum í Noregi. En
hvergi er getið um vébönd á Islandi, fyrr en
eftir að land komst undir konung. Af þessu
hefur sú ályktun verið dregin, að dómhringar
á íslandi hafi komið í stað vébanda í Noregi.2)
Ef sú skoðun er rétt, verður að telja líklegast,
að dómhringar hafi ekki verið neinar ramm-
gerðar víggirðingar, heldur litlar og lágkúru-
legar umgerðir um sæti dómenda. Fornfræð-
ingar 19. aldar töldu sig að vísu hafa fundið
leifar af dómhringum á mörgum fomum þing-
stöðum. En yngri fræðimenn hafa mjög dregið
þær niðurstöður í efa, eins og tekið hefur verið
fram um „dómhringinn" á Þórsnesi. Verður
ekki nánar úr þessu skorið, fyrr en skipulögð
rannsókn hefur farið fram á flestum hinna
fornu vorþingstaða.
En þótt dómhringnum sé sleppt, bendir ör-
nefnið Þinghóll á þinghald í Árnesi. Sama er
að segja um Gálgakletta, sem eru skammt frá
Þinghól. Nafnið Gálgaklettar minnir þó frem-
ur á dómþing seinni alda en vorþing þjóðveldis-
tímans, því að aftökur sakamanna virðast sjald-
an hafa farið fram á þingum, fyrr en eftir að
land komst undir konung. Samt skal ekki neita
þeim möguleika, að Gálgaklettar dragi nafn
af hengingu sakamanna, sem dæmdir hafi verið
íslenzk fornrit II, 154.
2) Sjá Gustaf Holmgren: Ting och Ring, Rig 1929,
19—36.