Saga - 1958, Page 80
392
á Ámesþingi og forðazt hafi verið að taka af
lífi á sjálfum þingstaðnum.1) Enn fremur má
geta þess, að fyrir austan Þjórsá, móts við Ár-
nes, er ömefnið Þingholt skammt frá bænum
Flagbjarnarholti á Landi. Þar er fjöldi tófta,
sem taldar hafa verið búðatóftir, og einn „dóm-
hringur". Em þar að öllu leyti miklu greini-
legri menjar um þingstað en í sjálfu Árnes-
inu. í rituðum heimildum er hvergi getið um
þing á þessum slóðum fyrir austan Þjórsá.
Auðsætt er, að Þinghóll í Árnesi getur ekki
verið kenndur við þing, sem haldið var upp hjá
Búða eða fyrir vestan Flagbjamarholt. En
ömefnin eru ekki nærri eins áreiðanlegar heim-
ildir hér á landi og víða annars staðar. Það
stafar af því, að alþýða manna hefur hugsað
miklu meira um sögu héraðs síns á Islandi en
í öðrum löndum. Og stundum hafa menn gefið
stöðum nöfn eftir fornum atburðum, sem þeir
hafa hugsað sér, að gerzt hafi þar. Þannig hafa
myndazt ýmis örnefni, sem eru búin til eftir
Islendingasögum. Á þennan hátt gat örnefnið
Þinghóll orðið til, þegar sú skoðun kom upp
sökum nafns eyjarinnar, að þingið hafi verið
haldið úti í Árnesi og „dómhringurinn" verið
miðdepill þess. Þá þurfti ekki mikla hugkvæmni
til þess að kalla hæðina, sem dómhringurinn
stóð undir, Þinghól. Munnmælin eru stundum
ekkert annað en skýring gáfaðrar alþýðu á ör-
nefnum eða öðrum fyrirbærum. Einkennilegt
er líka, að Árni Magnússon minnist hvergi a
dómhring í lýsingu sinni á Árnesi. Að vísu hef-
ur sögnin um vorþingstað undir Þinghól við
J) Smbr. Ó. L.: Landnám á Snæfellsnesi, 166.