Saga - 1958, Page 81
393
svo mörg örnefni að styðjast, að enginn myndi
bera brigður á sannindi hennar, ef ekki væru
búðatóftirnar, sem skýra frá því á þagnarmáli
sínu, að þingstaðurinn var fyrir utan Þjórsá
skammt fyrir neðan Búða.
Um Ámesþing er hvergi getið í fomsögum
nema á einum stað í Flóamannasögu (30. kap.).
Þar segir: „Um vorið liom fjölmennt til Ár-
nessþingsEn engar upplýsingar eru þar um
þingstaðinn. Annar staður í Flóamannasögu
hefur einnig verið tekinn til vitnis um þinghald
í Árnesi, en það virðist á misskilningi byggt.
1 32. kap. sögunnar er sagt frá stefnuför Þor-
gils Örrabeinsstjúps að Ásgrími Elliða-Gríms-
syni. Þar segir um Þorgils: „Hann reiö í Eyna
og kvaddi níu búa“ — til að bera kvið um sök-
ina. Ýmsir hafa talið, að Eyin sé Árnesið. En
það fær tæplega staðizt, því að stefnur fóra
ekki fram á þingum, heldur að heimili hins
ákærða. Ásgrímur bjó í Bræðratungu, og er
því sennilegast, að hér sé átt við Tunguey. En
nær heimili Ásgríms hefur Þorgils ekki talið
sig geta komizt áhættulaust og því ætlað sér
að ljúka málatilbúningi þar, í landareign þess,
sem hann fór til að stefna.1)
Er nú talið allt, sem Islendingasögurnar
fræða okkur um þing Árnesinga. En til er bréf,
sem talið er frá því um 1200, um kauplag á
ýttisum varningi í Árnes-þingsókn. Bréf þetta
er prentað í íslenzku fornbréfasafni (I, 315—
®17), og þar gerir Jón Sigurðsson grein fyrir
t>ví á þessa leið: „Skrá þessi ber það með sér
.Sjá Einar Arnórsson: Ámesþing á landnáms- og
soguöld, 273.