Saga - 1958, Page 82
394
sjálf, að hún sé samþykkt á vorþingi, samkvæmt
því sem alþingislög voru til, að héraðsmenn
mættu á vorþingum setja fjárlag og ákveða
ýmislegt annað í héraðsmálum“. önnur skrá
sama efnis er prentuð þar á eftir, og er hún um
kauplag á varningi í Árness þingsókn og Rang-
ár þingsókn, og hefur hún verið lögleidd á vor-
þingum beggja héraðanna.
Um Árnes er getið á tveimur stöðum í forn-
ritum, án þess minnzt sé á þingið. 1 Hungur-
vöku segir frá því, að Magnús biskup Einars-
son í Skálholti keypti Árnes til staðarins. En
Magnús biskup dó 1148. Um þær mundir hefur
Árnes verið ey, því að óhugsandi er, að vor-
þingstaður Árnesinga væri lagður undir Skál-
holtsstað. Líklegt er, að Árnes hafi upphaflega
fylgt þingstaðnum og verið haft til hrossa-
beitar, meðan aðgangur þangað var greiður að
utanverðu. En sennilega hefur ytri kvíslin ver-
ið orðin svo mikil á 12. öld, að þingmenn hafa
verið hættir að nota það. 1 Sturlungu er getið
um sáttafund í Ámesi, sem settur var með
þeim Birni Þorvaldssyni á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð og Lofti Pálssyni í Skarði á Landi.
Skyldu þeir Þorvaldur í Hruna og Sæmundur
í Odda gera um mál þeirra. Að sjálfsögðu er
hér átt við eyna Árnes, en ekki Ámesþingstað,
enda voru allir aðilar úr Rangárþingsókn nema
Þorvaldur einn. En alfaraleið milli héraðanna
hefur þá legið um Árnes og mönnum því þótt
hentugt að halda fundinn þar. Hægt er að láta
sér detta í hug, að einhver slíkur fundur hafi
verið haldinn undir Þinghól og átt sinn þátt
í því að kenna hólinn við þing og skapa munn-
mæli um þinghald í Árnesi.