Saga - 1958, Blaðsíða 83
395
Ámesþingstaður er einn hinna sögulausu
sögustaða hér á landi. Hann er sögustaður vegna
þess, að þar hefur án efa gerzt mikil saga, en
sögulaus af því, að saga 'hans hefur fallið í
gleymsku. Búðatóftirnar sýna, að þarna hafa
oft verið háð fjölmenn þing. En við vitum
ekki með vissu um neitt, sem gerzt hefur á
þessum þingum, nema samþyklct einnar verð-
lagsskrár. En fólkið, sem bjó í grennd við þing-
staðinn, reyndi að bæta sér upp þögn rituðu
heimildanna með munnlegum sögusögnum. Það
hugsaði sér, að yfir Búðafossi hafi fyrrum ver-
ið sjálfgerður steinbogi, sem tengdi Ámes við
Árnessýslu. Og eftir þessum boga átti allur
þingheimur að ganga á hverjum degi til þess að
heyja þing úti í Árnesi. Með þessum hætti ein-
um gat það farið saman, að Búðafoss væri til,
en Árnes þó landfast. En fossinn mátti alls
ekki vanta í myndina af þingstaðnum, því að
hann var blótaður á sjálfu þinginu, meðan land
var heiðið. En litlu neðar með ánni stóð blót-
steinn undir Búðabergi. Mönnum þeim, sem
til blóta voru hafðir, var hrundið fram af berg-
inu og ofan á steininn. Létu þeir þar líf sitt.
Síðan var þeim varpað í fossinn til þess að
blíðka vætti þá, sem þar bjó.1) Þessara munn-
mæla getur Árni Magnússon, en bætir við um
eina sögnina: „Figmentum esse credo“ (þetta
hygg ég vera skáldskap). Flestir nútímamenn
munu geta verið Árna sammála um það, að
0 Um þessi munnxnæli sjá Ámi Magnússon: Choro-
ffraphica Islandica, 38—40, í Safni til sögu íslands,
1955, og Jón Högnason: Sóknarlýsing Hrepphólasókn-
ar, 1840.