Saga - 1958, Page 85
397
a. m. k. óbeint, að skammt þaðan mun eitt af
höfuðhofum Árnesinga hafa staðið í heiðni.
En um það verður rætt nánar hér á eftir.
Vafalaust má telja, að Mosfellingar og ölf-
usingar hafi farið með tvö af þrem löggoðorð-
um Árnesinga. Mannaforráða þessara ætta er
svo víða getið, að vald þeirra verður vart dregið
í efa. Um þriðja löggoðorðið ríkir miklu meiri
óvissa. En ætla verður, að þungamiðja þess
hafi legið austan Hvítár, því ekki er líklegt, að
allur eystri helmingur þingsóknarinnar hafi
verið goðalaus. Eru það einkum þrjár ættir í
þessum hluta þingsóknarinnar, sem gizkað hef-
ur verið á, að hafi haft mannaforráð: ættmenn
Þorsteins goða, Stokkseyringar og Gaulverjar.
Fyrst skal vikið að Þorsteini goða og ætt-
mönnum hans. Um föðurætt Þorsteins er hvergi
getið, en móðir hans var Þórvé, dóttir Þormóð-
ar skafta í Skaftaholti í Gnúpverjahreppi. önn-
ur dóttir Þormóðar var Þórvör, móðir Þórodds
goða í ölfusi. Samt er ástæðulaust að ætla, að
Þorsteinn hafi átt hluta af goðorði ölfusinga.
Tengdir voru algengar milli höfðingjaætta á
10. öld og benda miklu oftar á samtök höfðingja
til að efla völd sín en sameign goðorða. Það
er í aila staði líklegra, að Þorsteinn hafi átt
goðorð út af fyrir sig. Hann átti og Ásborgu,
dóttur Odds frá Mjósundi í Flóa, og var hún
'Priðji ættliður frá landnámsmönnum. Hvergi
er getið um heimkynni Þorsteins, en ætt hans
eg kvonfang benda helzt á austanvert Árnes-
Piug. Þorsteinn goði virðist vera fæddur um
"20 eða síðar, svo að hann var ekki af barns-
uldri, er þjóðveldi var stofnað á Islandi. Ein-
hver hlýtur því að hafa átt goðorðið á undan