Saga - 1958, Page 86
398
honum. En þar sem faðir Þorsteins er hvergi
nefndur, hlýtur athyglin að beinast að Þormóði
skafta, móðurföður hans.
Þormóður skafti gæti verið fæddur um 860
eða litlu síðar og hefur þá verið á sjötugs aldri,
er allsherjar-ríki var sett á stofn. Dætur hans
hafa varla verið fæddar um aldamótin. Hvergi
er þess getið, að Þormóður skafti væri goðorðs-
maður. En ef litazt er um meðal landnáms-
manna Gnúpverjahrepps og sona þeirra, er
enginn líklegri til þess að hafa farið með goð-
orð en hann, sem varð afi tveggja goða. En lík-
ur benda til, að þungamiðja eins goðorðsins í
Ámesþingi hafi verið í Gnúpverjahreppi. 1
sunnanverðri sveitinni er hinn forni þingstað-
ur Árnesinga, og skammt þaðan eru bæirnir
Stóra-Hof og Minna-Hof. Liggur þá næst að
halda, að höfuðhof goðorðsins hafi verið hjá
Hofi. 1 túninu á Minna-Hofi er allstór tóft, sem
kölluð hefur verið hoftóft. Hún er um 23 metra
löng og 5—6 metra breið. Nálægt austurgafli
hennar sést móta fyrir þvervegg, sem skilur
endann frá aðalhúsinu. Bendir það á, að tóftin
sé af hofi, því að þannig löguð afhús voru
venjulega í enda hofa, að því er talið er. Þor-
steinn goði er aðeins kunnur úr ættartölum.
En hann var faðir Bjarna spaka, föður Skeggja,
föður Markúsar lögsögumanns. Markús var
heimildarmaður Ara fróða um ævi lögsögu-
manna. En um hina eldri lögsögumenn hafði
hann það, sem hann sagði, eftir Bjarna spaka,
föðurföður sínum, er mundi Þórarin lögsögu-
mann og sex aðra síðan. Eftir þessu hafa menn
áætlað aldur Bjarna og talið hann fæddan u®
965, en föður hans 25—45 árum fyrr, eins og