Saga - 1958, Page 87
399
getið var. I Flóamannasögu er allmikið rætt
um Bjarna í Gröf, sem átti Þórnýju, dóttur
Þorgils örrabeinsstjúps. Er hann í sögunni
nefndur Bjami hinn spaki, en talinn son Þor-
steins goða (30. kap.) og í öðrum stað (24. kap.)
son Þorsteins rauða landnámsmanns. Vel má
vera, að nafn Þorsteins rauða á þessum stað
stafi af misritun eða mislestri: rauða fyrir
goða. Ekki er hægt að segja með vissu, að hve
miklu leyti Flóamanna saga geymi sannar minn-
ingar um Bjarna hinn spaka. En yfirleitt virð-
ist höfundur hennar hafa kunnað skil á höfð-
ingjum í Ámesþingsókn um það leyti, sem
sagan gerist. Það er því mjög líklegt, að hann
greini rétt frá því, að Bjarni spaki hafi búið
í Gröf. Ekki er nefnt í sögunni, hvar sá bær
var. En hér hlýtur að vera átt við Gröf í Hruna-
mannahreppi, þar eð Þorgils örrabeinsstjúpur
er látinn ríða fram hjá Húsatóftum á leið frá
Gröf heim til sín að Traðarholti í Flóa. Um
Skeggja, son Bjarna, er það eitt vitað, að hann
var faðir Markúsar lögsögumanns, Þórarins og
Halldóru, er átti Sigmundur Þorgilsson Svín-
fellingur.
Markús Skeggjason var einn mesti virðinga-
maður hér á landi um aldamótin 1100. Hann
var lögsögumaður í 24 ár (1084—1107). Á
lögsegnarárum Markúsar lét Gissur biskup
Isleifsson setja tíundarlög á Islandi með um-
ráði hans og Sæmundar fróða. Markús kemur
annars lítið við sögur, enda gerast fáar sögur
á dögum hans. En alls staðar er hans getið sem
hins mætasta höfðingja. Hann var t. d. einn
hinna fáu íslendinga, sem unnu eið 1083 um
rétt þann, er Ólafur helgi hafði veitt Islending-
IL