Saga - 1958, Page 88
400
um í Noregi.1) Nafn hans stendur þar næst á
eftir nöfnum þeirra Gissurar biskups og Teits,
sonar hans, en á eftir koma fulltrúar helztu
goðaætta í öðrum fjórðungum. Markús er þá
ekki enn orðinn lögsögumaður, og sýnir þetta,
svo að ekki verður um villzt, að hann hefur áður
haft mannaforráð og verið talinn með fremstu
höfðingjum landsins. Ekkert er vitað um börn
Markúsar, nema dóttir hans var Valgerður, sem
átti Þórður prestur Skúlason í Görðum á Akra-
nesi. Þórður var af ætt Mýramanna, en af þeim
Valgerði eru komnir Sturlungar og ýmsir aðrir
höfðingjar í Borgarfirði á Sturlungaöld. En
hvergi verður séð, að neinir niðjar Markúsar
hafi átt mannaforráð fyrir austan heiðar. Ef
Markús hefur verið goðorðsmaður í Ámesþing-
sókn, eins og líklegt er, verður að ætla, að
mannaforráð hans hafi fyrr eða síðar komizt
í hendur Haukdæla eins og önnur mannaforráð
í héraðinu. Ekki er hægt að segja, með hverj-
um hætti það hefur orðið, þar sem heimildir
eru svo fáorðar um sögu þessa tíma.
Um mannaforráð Þorsteins goða og niðja
hans er því flest óljóst. En eftir þeim fáu bend-
ingum, sem til eru í heimildum, liggur næst að
ætla, að þeir hafi búið í austanverðri Ámes-
þingsókn og átt þar goðorð.2) Og þar sem niðjar
Þorsteins voru merkir höfðingjar mann fram
af manni og mægðir stórmennum, má telja víst,
J) ísl. fombréfasafn I, 64—70.
2) Að svipaðri niðurstöðu kemst Brynjúlfur Jónsson
frá Minna-Núpi í ritgerðinni Um þriðjungamót í Rang-
árþingi og Ámesþingi, Tímarit Jóns Péturssonar 1870,
104.