Saga - 1958, Page 89
401
að goðorðið hafi ekki gengið úr ættinni fyrr en
eftir daga Markúsar lögsögumanns.
Þá skal vikið að Stokkseyringum og Gaul-
verjum. Hásteinn Atlason jarls hins mjóa nam
land á Stokkseyri. Frægastur niðja hans er
Þorgils örrabeinsstjúpur, sem bjó í Traðarholti
í Flóa kringum aldamótin 1000 og er aðalsögu-
hetjan í Flóamannasögu. Þorgils var sonur
Þórðar dofna Atlasonar, Hásteinssonar land-
námsmanns. Ekki er líklegt, að forfeður Þor-
gils hafi farið með goðorð, því að Atli, afi hans,
mun hafa verið dauður um 930, en Þórður dofni
þá verið of ungur til mannaforráða. Þórður lézt
á ungum aldri, og fór Þorgils þá í fóstur til
Lofts hins gamla í Gaulverjabæ, segir sagan.
En Loftur var líklegastur allra manna í Fló-
anum til þess að hafa mannaforráð. Hann var
sonur Orms Fróðasonar, Vémundarsonar. En
Vémundur var bróðir Vélaugar, er Björn buna
átti. Auk þess var Hallveig Fróðadóttir, kona
Ingólfs Arnarsonar, föðursystir Lofts. Loftur
var þannig í tengslum bæði við niðja Bjarnar
bunu og Reykvíkinga, er fremstir stóðu að
stofnun allsherjarríkis á Islandi. Þess skal enn
fremur getið, að Loftur var blótmaður mikill
°g „fór utan þriója hvert sumar fyrir hönd
hönd þeirra Flosa beggja, móöurbróður síns, aö
blóta í hofi því, er Þorbjörn, móöurfaðir hans,
haföi varðveitt“A) Varla þarf að efa, að slíkur
blótmaður hafi reist hof á bæ sínum, þótt þess
sé hvergi getið í heimildum. En skammt frá
Gaulverjabæ er hóll, sem kallaður er Goðahóll,
°S þar hjá er dæld, sem nefnd er Goðadalir.
3) Landnáma 1900, 114 og 223.
Sapa - 26