Saga - 1958, Page 93
405
af trúmálum. Hvað var í brjósti ásatrúarmanns
í andartaki því, er hann fékk svalað heiftum
sínum og unnið með því afrek, sem hann hugði
veita sér frægð um aldur og jafnframt verð-
leika annars heims hjá Óðni?
Atvika skal lauslega getið fyrst, siðar nánar.
Vísan er ekki varðveitt nema í Landnámu. Hún
er þar heil og er sett í atburðaröð eftir því,
sem menn þóttust vita bezt á 12.—13. öld. Tíma-
tal verður að marka af aldri manna, sem þarna
mættust, og þykir það ljóst, að atvikin gerist
árin 958—65 eða fyrir réttum þúsund árum.1)
Helgi Ólafsson vá Þorgrím örrabein við gatna-
mót neðst á Skeiðum og kvað þá vísu þessa.
Annað er ekki varðveitt af kveðskap hans, en
hann var drepinn brátt í hefnd fyrir Þorgrím.
Auk visunnar munu haugar beggja hafa staðið
öldum saman til sannindamerkis um vígvelli
og fall. Utan um sannleikskjarna hafa síðan
frásagnir hlaðizt, en einungis upphafsorð vís-
unnar þurfa frásagna við sér til skýringar,
og skulu þau bíða um stund.
Sá, sem vísan segir gefinn Óðni, er Þor-
grímur, þróttardjarfur ásmóðararfi. Enginn
vafi er um, að gjöfin er trúarlegrar merkingar.
Gjöf á manni gat verið það, hvort sem um
helgun barns var að ræða, sjálfu því til happs
°g heilla, eða andstæðings, sem átti þá þegar
dauðann vísan, eins og hér reyndist vera. Nauð-
syn er að rekja nú heimildarstaði um þess kon-
ar gjöf.
Svo vill til, að meðal heimilda, sem óhætt
er að kalla lygisögur, munu ýmsir Árnesingar
Sbr. Einar Arnórsson: Árnesþing 67—68.