Saga - 1958, Page 96
408
8) á heiðnum dómþingum, og í dauðdaga hans
bjó vá, sem enn var nokkrum ætluð. Þeir kunnu
sögnina.
Starkaður gaf Óðni Víkar konung. Gautreks-
saga er gerð af kristnum manni, og úr heiðnu
brotasilfri hafa verið endurkveðin í Víkars-
bálki kvæðabrot, sem sagan er sprottin af. Hún
lýsir því sem svikræðum og morði á konung-
inum, en þó með yfirnáttúrlegum tilverknaði
Óðins. Starkaður hlýddi skipun Hrosshárs-
grana, sem var Óðinn, og yrkir um:
Skylda eg Víkar
í viði háum,
Geirþjófsbana,
goðum of signa;
lagða eg geiri
gram til hjarta,
það er mér harmast
handaverka.
„Nú gef eg þig Óðni“, mælti Starkaður, uffl
leið og hann lagði Víkar geirnum. Gagnstæt.t
vísunni lætur sagan geirinn vera reyrsprota,
sem virðist ættaður frá mistilteini Völuspár,
en breytist í geir af völdum Óðins og stendur
gegnum Víkar. Einnig er Víkar hengdur í
gervisnöru úr kálfsþörmum, sem eru í ætt við
þarma, er æsir bundu Loka með. Það þekktist
m. a. með Svíum að blóta, til árbata eða sigurs,
þeim konungi, sem Óðinn girntist, og því frem-
ur sem þeir voru Yngva ættar. Fórnfæring
Víkars er vissulega þess kyns og ekki auðvelt
að neita, að slíkur atburður hafi gerzt á 9. öld.f)
Það að gefa og drepa er hér ekki metið sem
]) Gautrekssaga, 7. kap.