Saga - 1958, Page 97
409
einn verknaður, heldur tveir, sem verði nokkuð
samferða. Ef það tekst að drepa að viðhöfð-
um áhrínsorðunum Nú gef eg þig ÓSni, er það
merki þess, að Óðinn þiggi gjöfina.
Þá er Eiríkur sigursæli, Svíakonungur, hugði
sér búinn ósigur í Fýrisvallaorustu, gekk hann
í hof Óðins, gafst honum til sigurs sér og kvað
á tíu vetra frest síns dauða. Litlu síðar sá hann
mann mikinn með síðum hetti. Sá maður seldi
honum reyrsprota í hönd og bað hann skjóta
honum yfir lið Styrbjamar og mæla þessi orð:
„Óðinn á yður alla“. Eiríkur konungur skaut
þann veg, sem nú var kennt, og af því skoti
hlaut hann sigur.
Þótt sögnin sé í unglegri mynd í Styrbjarn-
arþætti Flateyjarbókar, getur verið fólgið í
henni jafnfornt minni og í öðrum sagnaslitrum
um orustu þessa, sem var víðfræg.
íslendingur einn var meðal þeirra, sem flýðu
frá merkjum Styrbjamar í blóðbaði Fýrisvalla
og þurftu þess sér til viðréttingar að kenna
Óðni og töfrum Eiríks um ófarir sínar. Það
var Bjöm Breiðvíkingakappi, og sannar vísa
hans það. Eftir heimkomu gekk hann í lið
með S.teinþóri á Eyri og gat þá eflaust kennt
honum sigurbrögð Svía. Þess þurfti Steinþór,
er þeir fóru fríðu liði til Álftafjarðar með
þrælsgjöldin. Þá varð bardaginn í skriðunni
Geirvör og hófst með því, er Snorri goði gerði
áhlaup, en Steinþór skaut spjóti að fomum
sið til heilla sér jrfir flokk Snorra, og varð mað-
ur fyrir.1)
1) Eyrb.s., 44. kap. Annars konar helgun er það, er
Þórólfur Mostrarskegg gaf nýfæddan son sinn Þór vini