Saga - 1958, Page 98
410
Orðin að fornum sið munu tákna heiðinn
sið, og ekki hefur fræðimönnum blandazt hug-
ur um, að skot þetta hafi verið nátengt Óðins-
trú. I dróttkvæðum verður þessa siðar vart.
Jöfrar kvöddust dynslcotum, segir í Glym-
drápu. Sérstakur dynur á að hafa fylgt slíku
skoti fyrirliða gegn óvinafylkingunni, e. t. v.
tengdur hugmyndum um það, er Óðinn skaut
Gungni þannig. í Völuspá er Óðinn sagður
verpa dynskoti:
Fleygði Óðinn
og í fólk of skaut,
það var enn fólkvíg
fyrst í heimi.
1 Heiðrekssögu eru fom minni í kvæðum,
og þegar Gizur Grýtingaliði mælir fyrir upp-
hafi orustu, segir hann:
... láti svo Óðinn flein fljúga
sem eg fyrir mæli.1)
Fljúgandi fleinninn virðist vera dynskot og
eiga að gefa Óðni þá andstæðinga, sem hann
vilji þiggja að fóm í laun fyrir hjálp til að
sigra þá.
Eðlilegt mætti telja, að þessi siður hafi ekki
átt djúpar rætur á fslandi né í öðrum vestnor-
rænum byggðum, fremur en Óðinstrúin yfir-
sínum og kallaði Þorstein (7. kap., ísl. fornr. IV, 12, og
nmgr.). Drukknun Þorsteins á bezta aldri og viðtökur
framliðinna við hann í Helgafelli (11. kap.) virðast í
engu sambandi við Þórsdýrkun þessa.
x) Heiðreks s. ved Jón Helgason, 1924, 153. Hervarar
s. ok Heiðreks, ed. by G. Turville-Petre, 1956, 88 and 74.