Saga - 1958, Page 99
411
leitt, heldur hafi hann mest verið austnorrænn
og víða flutzt með mönnum eins og Birni Breið-
víkingakappa á lokastigi heiðninnar.
Skjóta má inn stuttii athugasemd um mann-
blótshugmyndir heiðinna manna árið 1000 sam-
kvæmt Kristnisögu, í framhaldi af tillögu Þor-
valds veila að hrinda Þangbrandi og Guðleifi
frá Reykhólum fyrir björg.1) Sögnin er sú, að
blóta skyldi tveim mönnum úr hverjum lands-
f jórðungi og heita á goð, að þau léti eigi kristni
ganga yfir landið. Kristnir menn létust vilja
líkja eftir þessu, og hinir ágætustu þeirra gáfu
sig Kristi í sigurgjöf, að vísu eigi til lífláts
og blóts. Víst hefði slík sigurgjöf verið skilj-
anleg heiðnum mönnum, og þarf þetta ekki að
vera uppspuni.
Þess gætir í frásögn Kristnisögu, að verð-
mæti sigurgjafarinnar var undir því komið, að
mennirnir gefnu væru sem bezt ættaðir og góð-
kunnir. Það gæti að vísu verið pólitískt hugs-
að, en engu að síður verið í tengslum við þær
10. aldar hugmjmdir, að Óðinn hafði sent val-
kyrjur að kjósa um konunga, hver yngva ætt-
ar skyldi með Óðni fara og í Valhöllu vera.
Hugmyndin var færð yfir til Krists og vistar
með honum. Hvað sem hæft væri í því, að Val-
hallartrú hafi í þessu efni verið orðin kristni
blandin, a. m. k. sálfræðilega séð, væri rangs-
leitni við heiðnina að hyggja hana svo aldauða
fyrir 1000, að Óðinn hafi þá ekki verið fús
ó Ólafur Lárusson: Vísa Þorvalds veila, Festskr. til
l'innur Jónsson, 1928, 263—73. Kristnisaga, Bisk. I,
23—24.