Saga - 1958, Page 101
413
Dauði Baldurs hefur verið skilinn, á eldra
stigi en í Völuspá, sem fómarathöfn af sömu
tegund og fórnfæring Víkars konungs til Óð-
ins.1)
Þótt orðið tafn sé oft notað í helgunarsnauðri
merkingu um deyjandi menn, þegar þeir urðu
úlfi eða fugli að bráð, er hjá trúbræðrunum
Helga og Úlfi Uggasyni um goðsögulega og
blótsiðum þrungna merkingu tafns að ræða.
Ljóst er, að milli ásmóðar og lýsingarorðsins
þróttardjarfur má vænta að finna meiri tengsl
í vísu eftir dróttkvæðaskáld um 960 en vera
mundu í rökræðum kristins manns síðar. Hug-
takið ásmóður er annars Snorra vel kunnugt
og minnistætt mönnum, er Þór fór í ásmóði
að vega Hrungni jötun. Hyggjum að, hvemig
Glúmur Geirason lýsir því í Gráfeldardrápu
um 975:
Þar var, — þrafna byrjar
þeim stýröu goð Beima, —
sjálfur í sækiálfi
Sigtýr Atals dýra.
Þar segir, að Sigtýr sjálfur, Óðinn, var í
bardagamanninum; þeim manni stýrðu goð.
Einar skálaglamm tók að nokkru upp þetta
orðalag í Velleklu um Hákon jarl (þeim stýra
9oÖ, 16. v., í sambandi við hofblót Hákonar),
en eykur inn hugmyndinni um ætt Hákonar
fj"á Óðni og völd Hákonar, sem rammaukin
rögn magni (32. v.):
hlaut Óðinn val (Fróða);
liver sé ef, nema jöfra
') Folke Ström: Loki, Göteborg 1956, 11—18.