Saga - 1958, Page 102
414
xttrýri goð stýra?
RammauJcin kveð eg riki
rögn Hákonar magna.
Einar segir: „Vægðit jarl fyr jöfri“, — þann
konung vildi eigi „Yggs niður friðar biðja“,
hinn goðborni jarl gæddur ásmóði er magnaður
þessari hugmynd, — og hinn „þormóði“ kon-
ungur, Þjóðrekur á Röksteininum.
Þróttur var nafn Óðins, og Þorgrímur örra-
beinn var afkomandi hans jafnt og Hlaðajarlar
samkvæmt ættartölum. Þuríður móðir hans var
Ketilbjarnardóttir hins gamla, sonar Æsu, dótt-
ur Hákonar Hlaðajarls Grjótgarðssonar, en
þaðan var karlleggur til Sæmings, sonar Óðins.
En þótt handrit hafi þróttar djarfan sem tvö
orð, svo að þeirra vegna mætti taka saman:
djarfan Þróttararfa = Óðinsniðja, væri of-
rausn að freista bókstafanna til þeirrar skýr-
ingar. Hitt er heldur, að skáldið hafi getað
hugsað í andagift, að þróttardjarfur væri djarf-
ur eins og Þróttur.
Nær mundi sanni, að ásmóðar arfi sé þess
kyns kenning, sem felur í sér líkingu, áður en
hún verði leyst í frumparta sína. Hvaða mynd
veitir sú líking samkvæmt hugmyndinni um,
að guðinn geti farið í menn í æsingu og stýrt
þeim einnig á varanlegri hátt? Ásmóður er sér
í lagi móður Þórs. Hann mundi geta erfzt með
einhverju móti í goðaættum, líkt og ættborinn
guðmóður Hlaðajarls þótti erfast. Þessi kenn-
ing skáldsins kann að benda til þeirrar trúar-
Trúlegt er, að þó sé meiri áherzla á móði en a
goðkynjan ættarinnar, þetta er kveðið í sigur-
vímu.