Saga - 1958, Page 103
415
Skáldinu varð mikið um að standa yfir höf-
uðsvörðum slíks andstæðings:
Hinn þrótta/rdjarfa gef eg Óðni,
þann sem þó var ásmóði gæddur.
Hver em eg, að sigra hann! Hver munu ið-
gjöld Óðins verða til mín fyrir slíka fórn? Móð-
ir Helga kvað hann hafa höggvið sér höfuðs-
bana, og eigi var ósennilegt, að til þess hefði
Óðinn frá fyrstu ætlazt. Svo varð.
Þegar ásmóðar arfi er hins vegar jafnframt
gert að hluthverfri kenningu, þannig að ás
táknar ekki ásinn Þór, heldur bókstafina þrjá
í nafninu Þór, verður úr henni Þormóðarson.
Arfi er eigi aðeins arfi erfinytja, eins og Egill
komst að orði, en oftast beint sonur. Land-
náma, sem greinir ekki föðurætt Þorgríms,
kann að taka það eftir vísunni, er hún segir
hann vera Þormóðarson. Sbr. Fuglhildi, sem
Bragi skáld lætur tákna Svanhildi, og grjót-
björn, sem er heiti Egils á Arinbimi hersi.
Frásögnin er varðveitt í báðum höfuðgerð-
um Landnámu, Sturlubók (Stb.) og Hauks-
bók (Hb.). Um orðalag Melabókar á þessum
stað verður aldrei hægt að fullyrða; þessi kafli
hennar er ekki varðveittur í Landnámum né
^einstaðar. Haukur lögmaður hefur farið eftir
Stb. og stytt hana um fáein orð. Bæði hann
°S Flóamannasaga, sem hefur fengið allan
hjarna sinn úr Sturlubók, kalla Þorgrím örra-
hein, „hafði hann verið víkingur og víða af
því örróttur", segir í Flóam.s. Þó hefur viður-
^efnið orðið errubeinn í Stb., og á 1 staðnum
3 í Hb., og tel ég ekki ástæðu til að fylgja