Saga - 1958, Síða 105
417
málsins í Landnámu, þar sem bardaginn verð-
ur við alkunn gatnamót og leiði Þorgríms eða
önnur staðartákn hafa þótt vera til sanninda-
merkis, mætti hugsa sér, að fyllr væri sjór og
Helgi segðis.t hafa verið þar, sem á féll til
sævar. En fræðimenn geta ekki látið sér nægja
að kippa með því móti setningunni burt úr allri
atburðarás, fyrst Landnámuhöfundar hafa ekki
litið á hana sem staðtáknun, heldur sem frá-
sögn um eitthvað, er fólst í atburðinum. Þannig
kaus Finnur Jónsson heldur að breyta fyllar
í foldar, sem væri auðskilið, en stríðir gegn
báðum handritum og einnig gegn rímreglum.
Sú leið er ófær. Er þá eigi gagn í neinum skýr-
ingum, sem fram hafa komið um, að fyllr sé
samnafn, og eigi annað að gera en rita orðið
með upphafsstaf.
Það gerir Einar Arnórsson prófessor og
bendir á, að Fyllr, í ef. Fyllar, er ásynjuheiti
og annað nafn Fullu í þekktri vísu eftir Ey-
vind skáldaspilli, — raunar sé varla um sjálf-
stætt nafn, heldur sterka beygingu ásynju-
nafnsins að ræða.1) Við mætti bæta, að faðir
Helga trausta, Ólafur tvennumbrúni, kom af
sömu slóðum Noregs, sem Eyvindur dvaldist
á, svo að Fyllar í ef. gæti verið mállýzka það-
an, og í vísunni endar annað ef. Helga á -ar,
asmóðar, þar sem mörgum landsmönnum hefur
víst verið tamara að segja: til Þormóðs, ásmóðs.
* Heimskringlu ritar Snorri ef. Fyllar, en í
handritum Snorra-Eddu er orðmyndin Fullu
Sett í staðinn, hið kunnara nafn.
Einar gerir ekki ráð fyrir annari merkingu
*) Árnesþing 65—66.
Saga_ 27