Saga - 1958, Page 106
418
orðanna en Finnur hafði gert, þegar hann lag-
færði svo: Vask þar, es fell til foldar ... 0rra-
beinn. Til þess að það megi ásannast, þarf hann
að líta á Fylli eða Fullu sem heiti á jörðinni,
enda sé Fulla „þjónustumey Friggjar, sem sjálf
er tákn jarðarinnar ... Er í samræmi við það,
að Fyllr hafi verið dýrkuð sem vemdarvættur
innar gróðursælu jarðar í Flóa og á Skeiðum
og því hafi lækurinn (Fyllarlækur) verið við
hana kenndur". En allgömul skýring er, að
Fyllarlækur þýði uppistöðulækur og hafi hann
fyllzt vatni, þegar mikið var í ölfusá.
Frjósemdardýrkun var bundin bæði við Þór
og vanagoðin öll, en fráskilin Óðni hér. Fulla er
hvergi meðal frjósemdargoða eða í tengslum
við neitt nema Óðin og konu hans, virðist all-
skyld valkyrjum. Hún getur ekki táknað jörð.
Þegar Gísla Súrsson dreymdi fyrir falli sínu,
og það var minna en tveim tugum vetra eftir
víg örrabeins, kom að honum draumadísin
góða og sýndi honum hamingjustaði dauðra og
kvað:
Hingat skalt, kvað hringa
Hildur, að óðar gildi,
fleina þollur, með Fullu
fallheyjaðar deyja;
þá munt, Ullur, og öllu
... og mér ráða.
Þessi s.tórmerka vísa, sem hér er eigi tekm
öll, mun sanna, að draumkona Gísla hin betri
var Fulla og hafði, sem valkyrja væri, kjörið
Gísla í Valhöll til sín. Til áherzlu valkyrjU'
hlutverki sínu nefnir hún sig Fullu fallheyjafiar>