Saga - 1958, Page 107
þess er stýrir mannfallinu, en það er enginn
nema Óðinn.1)
Sá, er hverfur dauður í Fyllar faðm og á
henni að ráða, mundi vart þurfa oftar að vitja
Áshildar. Helgi vildi tákna vel, að banasökin
væri kvensemi örrabeins.
Ef vísuupphafið er spotti blandið, getum við
ekki fengið af þessu nema hugboð um, hvern
átrúnað eða vantrú Helgi hafi haft til Fyllar,
en hann hefur eflaust þekkt um hana goðsög-
ur. Orð hans segja ekkert um einlægni manna
í rómantískri Valhallartrú, en geta í þessu at-
riði verið bergmál eldra kveðskapar og horfins
trúarskeiðs.
I Ynglingatali er það Dyggvi Uppsalakon-
ungur nýdauður, sem jódísin, Glitnis gnd, aS
gamni hefur, hann hefur hún sér að leikum
(eða: leikinn, þ. e. töfraðan) til ’heljar að vilja
Óðins. Hér skal staðar numið að rekja forn
minni, sem gægjast fram hjá skáldum og virð-
ast bergmál af ævagamalli dýrkun höfðingja,
sem stóðu í vígslusambandi við dulmögn Óðins-
trúarinnar. Þegar þeir féllu eða þeim var bein-
línis fórnað Óðni til árbata, hlutu þeir kyn-
ferðissamband við Glitnis gná eða verur eins
°g Fullu með sitt flaksandi hár og valkyrjur.2)
Með því að fórnir voru i frumheiðni dulver-
unum nautn og mannblót að einhverjum hætti
þeim til fjörgunar og yngingar, blóð þeirra
t-afn fyrir hersing Óðins og valkyrja og hrafns,
ö Gísla s., ísl. fornrit VI, 95—97.
) Sjá einkum Folke Ström: Diser, nornor, valkyrjor.
ruktbarhetskult och sakralt kungadöme i Norden.
^öteborg 1954.