Saga - 1958, Page 109
421
Við það þarf athugasemd. Óvíst er, hvort
Vnnar steinn, sem menn sóru eiða við (Helga-
kviða Hundingsbana II, 31) var Óðins steinn
eða sjávarsteinn, e. t. v. fremur hið síðamefnda.
Dróttkvæðaskáld nota aldrei eignarfallsmynd
þessa Óðinsheitis, og gat það sprottið af því,
að forðast þyrfti samblöndun þess við Ránar-
dótturina. Einhvern tíma á kristnum öldum
wun til komin sú vísa Harðarsögu, þar sem Óð-
insheitið fær eignarfallsmyndina Unns, og er
lítt að marka. En væri sú fallmynd gömul, er
andstæða hennar rík í mállýzku Helga: Fyllar,
Unnar, ásmóðar í stað Fullu og ásmóðs.
Sögnin að syngja (og singva) var mjög oft
í skáldskap um bardagaglym, og frumlagið með
henni er í.turtungur (bjartar eða glæstar tung-
Ur), svo að engum hefur blandazt hugur um,
að hér voru sverð að syngja.
Óðins íturtunga væri hins vegar ótæk kenn-
lng á sverði. Af því leiðir grun um, að orð-
toyndin hatr (hatur) sé skökk, enda fráleitt í
skáldskap 10. aldar að syngja hatur. Freista
verður lagfæringar á því orði. Björn á Skarðsá
tók það orð eigi gilt og ritar í staðinn hátt, sem
líklega tilgáta hans og hefur notið fylgis.
En hugsun virðist kref jast orðs, sem binzt við
°ðin, en því næst við bardagann. Ég býst við,
að í stað orðsins hatr hafi í munnlegri geymd
yerið eignarfallsorðmyndin hróts (=þaks), sem
1 framburði vildi verða róts eða (Unnar
■r)hóts.1) Með því fær kenning vísuorðsins
, ) Það er ekki hægt að bera skýrt fram: ítrtungur-
hrófUngU’ hess hrott falli annaðhvort h eða r úr
°t. Ef hið síðara hefur gerzt, hefur vísuorðið komizt