Saga - 1958, Side 110
422
sæmilegan þátíðarsvip, en ekki skiptir þetta
miklu um skilninginn á frásögn vísunnar.1)
Unnar hrót er Valhöll, þak Óðins. íturtung-
umar eru sverð, sem loguðu þar í kyndla stað;
einnig hétu þeir Óðinsbrandar sverðstungur.
I fornkenningum eru sverð slíðurtungur, sval-
á bókfell 13. aldar í þessari mynd: itrtungur hotz sungu.
— Mismunur á samlímdu tz og tr var þá oft mjög lítill,
svo að hotr væri auðvelt að mislesa fyrir hotz. Nokkru
fjær er að telja a í hatr vera mislesið úr hotr, en þó
hefur Haukur lögmaður eða sá, er forrit hans gerði,
fengið o út úr þessum sérhljóða Landnámuhandritsins.
Haukur ritar orð þetta hod, sem gæti þýtt höð, en er
ekki líklegt til að geta verið rétt. Af öðrum lesháttum
Hauksbókar á orðum þessarar Landnámuvísu þarf að-
eins að geta enn um tvo. Haukur ritar orabein .....
þrotar diarfan. Þótt hann sé vanur að sýna, t. d. með
punkti yfir samhljóða, að þar sé um tvöfaldan bókstaf
að ræða, gleymir hann því í þessum orðum, væntanlega
jafnt í seinni sem fyrri hluta orðsins orabein (=Orra-
beinn), sbr. Sturlubók. Ekki er skylt að telja það manns-
nafn vera í þolfalli í Hb., en þar verður eigi af rithætti
þessum séð, hvort nefnifall eða þolfall sé.
!) Eftir að þetta var ritað, sá ég, að prófessor Hans
Kuhn hefur fjallað áður um þessa vísu í ritgerð sinm,
Gaut, í Festschrift fiir Jost Trier. Meisenheim 1954.
423—31. Hann hefur sama skilning og hér er á Unnar
ítrtungum og fórnarmerkingunni í orðunum Gauts fö/*’
Návist hrafnsins í vísu Helga og goðsöguumhverfið all
fær nánari skýringar hjá Kuhn, m. a. vikið að Yngl'
ingatali og umdeildum stað í Bjólfskviðu (vegnir menn
eða hengdir hafðir goðum „to gamene“ — að gamm
Hrafnsholti, sem vel kann að hafa verið blótlundur)-
Ekki fellst ég á, að orðin til fyllar geti þýtt svipaö og
„to gamene“, sem er sama orðtak og í Ynglingatah •
Fyllar-skilningur sá hefur þó engu breytt um það mcg
inatriði, sem ég legg áherzlu á með Kuhn, að fyrS
vísuorð — feU til Fyllar, — getur aldrei skýrzt nera.^
á goðfræðilegan hátt og er þar í góðum félagsskap
merkar trúarheimildir 10. aldar.