Saga - 1958, Page 111
423
tungnr, hátungur, kenndar til einhvers, og bar-
dagi hét sannyrði þeirra tungna, en þær sungu
þau. En ítur voru sverð, sem lýstu hrót Unnar.
Þá má endurtaka vísu Helga trausta nærri
mæltu máli nútíðar: Var ég þar, sem örrabeinn
féll í fang Fyllar. (Frásögn atburðar:) Hinn
vinsæli sótti fram, en ítrar Valhallartungur,
sverðin, sungu. Þróttardjarfan ásmóðararfa gaf
ég Óðni, galt Hangatý þá fórn, en hrafni líkið.
1 Flóamannasögu er Þorgrímur örrabeinn tal-
inn goði, sagður „góður forstjóri héraðsins"
(10. kap.). I höndum Hærings, einkasonar hans,
eru goðorðsvöld síðar í sögunni (raunar burt
felld í A-gerð, ranglega, sbr. næstu grein í
Sögu). Um skeið hafði Þorgils, stjúpsonur Þor-
gríms, örrabeinsstjúpur, goðorð þetta á hendi,
unz Hæringur tekur við því fullvaxinn, en Þor-
gils fer úr landi og virðist aldrei fá goðorð síð-
an. Hugmyndin um goðorð þessara 3 ábúenda
Traðarholts í röð og valdadeilur í því sambandi
hefur efalítið verið einn meginþátturinn í 12.
aldar geymd, sem birtist í útdrætti í Landnámu
°g varð, með Sturlubók sem aðalheimild, að
uúverandi Flóamannasögu um 1300. Ummælin
ugóður forstjóri héraðsins" eru þessleg sem þau
séu ekki orðrétt fengin úr Styrmisbók, sem er
fullglötuð á þessum kafla, né úr ritaðri 12. aldar
heimild, en gætu vel stuðzt við eitthvað fornt,
þótt Sturla Þórðarson hirti ekki að dvelja við
shk atriði. Um þriðjungaskipun á goðorðum
Arnesinga má fátt ræða á Þorgríms dögum,
Því að hann mun fallinn eigi síðar en á kemst
^eglan um full goðorð og forn með aðgerðum
l