Saga - 1958, Síða 112
424
Þórðar gellis um 963. Hér skal nægja að gera
ráð fyrir, að Þorgrímur örrabeinn hafi verið
í hópi þeirra byggðarformanna, er litu á sig
sem goða og það raunar mest vegna ættgöfgi.
Móðir Þorgríms, Þuríður Ketilbjarnardóttir
hins gamla, hefur eflaust verið þeim einum
bónda gift, sem ættinni var styrkur og sómi að,
og allar systur hennar urðu ættmæður innan
héraðs. Var ein gefin Ásgeiri í Úthlíð, og fór
sonur þeirra, Geir goði, með hluta af ættar-
völdunum samtímis Teiti Ketilbjamarsyni, er
Þorgríms hefndi. Eilífur auðgi fékk Þorkötlu
Ketilbjarnardóttur, því að Mörður gígja studdi
hann til þess að sögn, og bjuggu þeir Teitur
og Eilífur sitt skeiðið hvor í Höfða. Þriðji
tengdasonur Ketilbjarnar mun hafa verið Ragi
í Laugardal, Óleifsson hjalta, göfugs landnáms-
manns, og svo mjög hefur kveðið að Raga, að
lögsögumaður var ættfærður á þá lund, að
hann nefndist Þórarinn Ragabróðir.1) I fjórða
lagi er það gjaforð Þuríðar sjálfrar merkt, að
hún var, sennilega síðar en hún ól Þorgrím
örrabein, gefin Helga Hallssyni goðlauss, en
hann var frændi Lofts hins gamla í Gaulverja-
bæ og nákominn móðurföður hennar, Þórði
skeggja, sem þau Hallur og Þuríður nefndu son
sinn eftir, Þórð bónda í Álfsnesi.
Hjúskapur þeirra Halls virðist hafa skyggt
í heimildum á annan (eldri) hjúskap Þuríðar og
faðemi Þorgríms þar með. Guðbrandur Vigfús-
son2) vildi hugsa sér Þuríði gifta erlendum
!) Einar Arnórsson: Árnesþing, 255—56.
2) Safn 1,293.