Saga - 1958, Síða 113
425
manni og dveljast erlendis fram yfir landnám,
— mundi hún þá ósammæðra systkinum sínum
og Þorgrímur e. t. v. býsna snemma fæddur. —
Engin þörf er að seilast svo langt til skýringa,
og er rétt að gera ráð fyrir, að Þormóður hafi
verið maður Þuríðar og svo málsmetandi bóndi
í nærsveitum Teits Ketilbjamarsonar, að hans
hljóti að vera getið í Landnámu.
Eigi hefði dóttir Ketilbjamar verið gefin
Þormóði Melpatrixsyni, komnum af ánauðugum
manni. Þormóður Þorbjamarson jarlakappa
væri nær, en það mælir móti, að engir niðjar
hans, sem mannsmót væri að, virðast hafa hald-
izt við í héraðinu. Væri það ósennilegt eftir
slíkar mægðir. Þá er enginn Þormóður í nánd,
sem til greina kemur, nema Þormóður skafti,
sem ég gat í greinarbyrjun og var mestur höfð-
ingjaættfaðir héraðsins næst Ketilbimi. Fyrir
landnám hefur hann verið kvæntur Helgu
Þrándardóttur mjöksiglanda, og virðast þau
sonlaus, en dætur þeirra Þórvör og Þórvé. Þess
get ég til, að Þormóður hafi kvænzt Þuríði Ketil-
bjamardóttur gamall og látið eftir sig goðorð
það, sem Þorgrímur örrabeinn er álitinn hafa
haft, en Þuríður hafi verið ekkja hans, er hún
giftist Halli.
Sé goðorð Hærings erft frá Þormóði og um
leið hið sama, sem Þorsteinn goði hefur haft,
dótturson Þormóðar, er ljós ferill þess goðorðs
960—1083 eða raunar allt frá landnámi. Margt
í Flóamannasögu skýrist, t. d. einbeitni Hær-
ings í því að gifta dóttur Þorgils stjúpbróður
síns og koma um leið sem mestri Traðarholts-
erfð, eigna og valda, undir mann hennar, Bjarna