Saga - 1958, Qupperneq 114
426
spaka, Þorsteinsson goða, forystumann föður-
ættar sinnar, ef ég get rétt til. Rannsókn þess
máls er aukaatriði umræðuefnisins hér.
Arfi ásmóðar eða „Ásmóðar", sem frá Óðni
sjálfum var kominn í móðurætt, hefur þá átt
goðatign úr föðurætt, sem var karlleggur allt
til Víkars, sem fórnfærður var, og þeirra Egða-
konunga. Síður mundi þeim frændum Óðinn
kær en Þór. Ásmóður hlyti að tákna þeim móð
Þórs, búa í þeim sem móður guðsins. Eigi verð-
ur skyggnzt eftir skapferli Þormóðar landnáms-
manns og hofshöfundar eða hvort það er hann,
sem skilað hefur niðjunum mynd Ölvis barna-
karls, sem vinsæl varð. En nöfn gaf hann dætr-
um sínum, sem urðu mæður goða í héraðinu,
Þorsteins og Þórodds á Hjalla, föður Lög-
Skafta, sem eftir gamla goðanum hét.
Þórvé merkir hofgyðja Þórs, og hefur Þor-
móður sett saman nafnið. Það þekkist hvergi
annarstaðar. Samstofna nafn átti guðinn Véi,
og nokkur nöfn byrja á Vé. Nafnið Þórveig er
nú hins vegar talið skylt því að vega víg.1)
Hitt dótturnafnið, Þórvör, er að hálfu ás-
ynjunafn, og segir Snorri, að svo var Vör vitur
og spurul, að engum hlut má hana leyna. Þor-
móður virðist einnig hafa gert það nafn fyrstur,
og lifði það síðan eingöngu með niðjum dóttur-
innar. Þó er ein undantekning á 10. öld og styrk-
ir þetta heldur. Á þeim áratugum, sem Þuríður
og Þórður sonur hennar í Álfsnesi ættu að vera
meðal fyrirfólks í Mosfellssveit, fæðist Þórvör
ein á Mosfelli, sonardóttir manns, sem hefur
!) A. Janzén: Personnamn, Nordisk kultur VII, 114
—15.