Saga - 1958, Page 115
427
vís.t byggt Hraðastaði í landnámi Þórðar
skeggja. Hvað var líkara en hún héti eftir mik-
ilsmetinni stjúpsystur Þórðar í Álfsnesi?
Hliðstæður á nafnið nokkrar: Ásvör, Gunn-
vör, Sigvör, Skjaldvör, Steinvör. Hvorugt syst-
urnafnið er á norrænum rúnasteinum, og skrök-
saga mun það, sem eignar nafn Þórvarar konu
Tóka bónda á Fjóni síðar á 10. öld.
Sé það rétt í Eyrbyggju, að Þórsnesingar
hafi gert fyrir ástar sakir við Þór, er nöfn
þeirra hófust að jafnaði á stofni í nafni hans
(7. kap.), og manni hugkvæmist við lestur
Flóamannasögu, að fjandskapur milli Þorgils
og Þórs muni valda, að Þorgils lét heita Grím
í stað Þorgríms, þá furðar mann eigi, að Gríms-
nafn frá forfeðrum Þuríðar yrði Þorgrímur í
meðförum Þormóðar skafta og öll nöfn barna
hans kennd við ás.
Fyrr en öldinni lauk, voru niðjar hans og
ráðamenn héraðs hættir að treysta æsi og höt-
uðust við Óðin. Ósigur hans í friðvænlegu þegn-
félagi eyríkisins var þegar svo alger, að kristn-
in settist átakalaust í hið auða rúm og kristni-
litlir friðþegnar bældu óeirðir með aðferð Lög-
Skafta. Goðmögn Helga Ólafssonar, Úlfs Ugga-
sonar og Þorvalds veila voru allt annað en dauð,
þau hörfuðu, urðu myrkravöld. Eflaust var þetta
aðeins ein hlið hinna margbreyttu umskipta,
sem komu í ljós við það, er ofsi víkingaaldar
i'eyndist allt í einu vera búinn að lifa sjálfan
sig og datt í logn.
í sumu veðri er byljóttast rétt á undan og
eftir logni, og íslendingasögur eru minning um
þjóðfélagsskeið þeirrar tegundar. Traðarholts-
goði sat á friðarstóli, nokkuð við aldur, en reið